Öflug sprenging við Kárahnjúka

Sprengingin var mjög öflug eins og sjá má á myndinni …
Sprengingin var mjög öflug eins og sjá má á myndinni sem tekin var í dag. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson.

Verktakafyrirtækið Arnarfell á Akureyri framkvæmdi í dag stærstu sprenginguna til þessa við gerð Kárahnjúkastíflu. Um sjö tonn af kjarna og 300 kg af dýnamíti voru notuð við sprenginguna og var hún mjög öflug eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Með þessu voru sprengdir upp í kringum 20 þúsund rúmmetrar af jarðvegi. Verið er að vinna við gerð sneiðings niður í gilið við Innri-Kárahnjúk. Sneiðingurinn á að liggja að efri enda hjáganganna tvennra sem Jökulsá á Dal verður veitt um meðan á gerð Kárahnjúkastíflu stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert