Menningarnótt endursköpuð fyrir Dís

Silja Hauksdóttur, leikstjóri.
Silja Hauksdóttur, leikstjóri.

Tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Dís í leikstjórn Silju Hauksdóttur. Og nú gefst mönnum kjörið tækifæri til að fá að vera með í myndinni. Þannig er mál með vexti að hér er um sannkallaða Reykjavíkurmynd að ræða sem gerist víða um miðborgina. Í dag, sunnudag, verður sviðsetning á Menningarnótt í Reykjavík á svæðinu þar sem Skólavörðustígur rennur saman við Laugaveg og Bankastræti.

Allt verður gert til að reyna að skapa hina sönnu "Menningarnæturstemningu". Þarna verða ýmsar uppákomur, kórar götuleikhópar og ýmislegt fleira til skemmtunar. Eva María Jónsdóttir verður vitanlega á staðnum sem fulltrúi Kastljóssins í myndinni. Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir leika í þessu stóra atriði í myndinni ásamt fjölda annarra leikara. En til þess að hægt verði að endurskapa þessa ekta stemningu sem ríkir á Menningarnótt þá verður að vera talsverður mannfjöldi á svæðinu. Því hvetja aðstandendur myndarinnar alla sem vettlingi geta valdið til að drífa sig á tökustað til að taka þátt í myndinni. Gestum og gangandi verður boðið upp á hressingu, pylsur og kók, á meðan birgðir endast, Vöffluvagninn selur vöfflur á hálfvirði og svo verður auðvitað hægt að njóta allra skemmtiatriðanna sem til stendur að mynda.

Nú er að hrökkva eða stökkva. Það býðst ekki betra tækifæri til að láta kvikmyndastjörnudraumana rætast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert