Vilja fresta afgreiðslu eftirlaunafrumvarps

Fundur hefur verið boðaður í allsherjarnefnd Alþingis í hádeginu í dag þar sem fjallað verður um frumvarp um eftirlaun æðstu ráðamanna. Fundur átti að hefjast í morgun, en var frestað vegna þingflokksfundar Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa komið fram óskir frá Samfylkingunni um að afgreiðslu málsins verði frestað fram yfir jól.

Þá hafa þingmenn Samfylkingarinnar farið fram á kostnaður vegna frumvarpsins verði metinn.

Flutningsmenn frumvarpsins eru fulltrúar allra þingflokka á Alþingi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var frumvarpið lagt fram með vitund og samþykki formanna allra flokkanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert