Hannes Hólmsteinn: Hefði átt að vísa oftar í Peter Hallberg og Halldór Laxness

„Ég er sammála Guðmundi Jónssyni sagnfræðingi (og Helgu Kress) um það, að ég hefði átt að vísa oftar til Peters Hallbergs, sem ég hafði mikið gagn af, í bók minni, Halldór, sem kom út árið 2003. Ég hélt, að ein allsherjartilvísun í eftirmála, þar sem ég tók fram, hversu mikið gagn ég hefði haft af ritum Hallbergs, nægði. En ég sé nú, að svo er ekki. Hallberg átti auðvitað skilið, að ég vitnaði oftar til hans, ekki síst í meginmáli."

Þetta kemur fram í svari Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors við opnu bréfi Guðmundar Jónssonar, prófessors í sagnfræði, sem sent var út til allra starfsmanna Háskóla Íslands í gær. Hannes segir að það hafi "blátt áfram [orðið] útundan að vísa nægilega ört og skýrt til þeirra Laxness og Hallbergs," en í svarinu tekur hann einnig undir þá gagnrýni Guðmundar og Helgu Kress að hann hefði átt að afmarka skýrar, hvað í köflum bókarinnar um æsku Laxness er sótt í æskuminningabækur hans, og vísa oftar í ritin neðanmáls. "Bókin hefði ekki spillst við það," segir Hannes í svari sínu. " Ég hefði vissulega átt að stytta endursagnir mínar úr þessum bókum og gera texta minn ólíkari texta Laxness. Þetta var athugaleysi af minni hálfu. Það er því sorglegra sem það hefði í hæsta lagi kostað mig nokkurra daga vinnu að kippa þessum atriðum í lag. Það var ekki tímaskortur, sem réð þessari yfirsjón, heldur hitt, að ég beindi athyglinni í aðra átt. Ég lagði mig fram um að láta Halldór Kiljan Laxness njóta sannmælis í bók minni, halla hvergi á hann, og líka að gera frásögnina læsilega og fróðlega, svo að bókin yrði við alþýðu skap."

Háskólayfirvöld taki málið föstum tökum

Guðmundur krefst þess í opna bréfinu sem beint er til rektors að háskólayfirvöld taki þær ásakanir sem komið hafa fram um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins föstum tökum og kveði skýrt upp úr með það hvort viðurkenndar fræðireglur um meðferð heimilda hafi verið brotnar. "Þannig sýnir Háskólinn í verki að siðareglur hans eru meira en orðin tóm og gefur jafnframt ótvírætt til kynna að svipaðar siðareglur gildi í Háskóla Íslands og í háskólum erlendis."

Segist Guðmundur hafa fengið spurnir að því að siðanefnd HÍ, sem falið var að kanna málið, ætli ekki að aðhafast frekar í því. "Ég tel hins vegar að háskólayfirvöld geti ekki leitt svo alvarlegar ásakanir um óvönduð fræðileg vinnubrögð hjá sér og þeim beri að taka skýra afstöðu gegn ritstuldi. Umræðan er sérlega mikilvæg innan sagnfræðinnar þar sem rík áhersla er lögð á vandaða meðferð heimilda. Til nemenda í sagnfræði eru gerðar þær kröfur að þeir sýni hvar þeir leiti fanga í ritsmíðum, að þeir forðist mistúlkun og afbökun heimilda, í stuttu máli, að þeir sýni heilindi gagnvart bæði lesendum og öðrum höfundum."

Hannes bendir á að hann sé að vinna að svari við ritgerð Helgu í tímaritinu Sögu og sér finnist að Guðmundur hefði mátt bíða eftir því svari.

Í svari sem Helga Kress skrifar við bréfum Hannesar og Guðmundar í gær kemur fram að engin svör hafi borist frá háskólarektor við ítarlegri skýrslu um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins. Var skýrslan að sögn Helgu send rektor sl. haust.

Innlent »

Íhuga einstefnu á hluta Þingvallavegar

20:20 Það er til skoðunar að gera hluta Þingvallavegar að einstefnuvegi. Rúta með 43 farþega valt á veginum í síðustu viku þar sem ástand vegarins er verst. Meiri háttar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á veginum og standa vonir til að þær geti hafist í nóvember. Meira »

Fólk sækir í nábrækurnar

20:10 „Það sem dregur fólk aðallega að safninu er sagan. Það vinsælasta hér eru nábrækurnar,“ segir Sigurður Atlason, eigandi Galdrasafnsins á Hólmavík, en safnið varð á dögunum 17 ára og er fyrir löngu orðinn fastur punktur í tilveru Hólmvíkinga sem helsti ferðamannastaður bæjarins. Meira »

Skálholt ekki í eigu ríkisins

19:15 Skálholtskirkja er ekki í eigu ríkisins, þetta segir vígslubiskup Skálholts, sem kveður kirkjuna ekki hafa verið í eigu ríkisins í 50 ár. Í ræðu sinni á Skálholtshátíðinni lét dóms­málaráðherra þau orð falla að sinni ríkið ekki viðhaldi á fá­gæt­um menn­ing­ar­eign­um í eigu þess, eigi ríkið að koma þeim annað. Meira »

Of þungar rútur aka um Þingvelli

18:55 Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Rútur fá hins vegar að keyra þar á undanþágu. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur sem eru um 20 tonn fara um veginn. Meira »

Grasnytjar í hallæri og harðindum

18:44 Hvað ef hér yrði ekki bara hrun heldur líka hallæri og harðindi, landið einangrað frá umheiminum og okkur væru allar utanaðkomandi bjargir bannaðar? Trúlega færu allir sem vettlingi gætu valdið að stunda sjálfsþurftarbúskap, sem m.a. fælist væntanlega í að leita sér ætis út um allar koppagrundir. Meira »

Kveikti ekki í bílnum með ákveðinn tilgang í huga

18:35 Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða á föstudaginn er enn í gæsluvarðhaldi og er málið enn í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Robert Downey ekki með virk réttindi

17:52 Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefur ekki óskað eftir því að lögmannsréttindi sín verði endurvirkjuð, og er því ekki á skrá Lögmannafélags Íslands yfir lögmenn hér á landi. Meira »

Staðið til síðan ríkið eignaðist jörðina

18:20 Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns. Lónið mun því frá og með undirrituninni á morgun verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Meira »

Öll sveitarfélögin sýna vináttu í verki

17:24 Yfir 40 milljónir króna hafa safnast í Landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar, Kalak og Hróksins, Vinátta í verki, vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi. Þá hafa öll sveitarfélögin 74 lagt söfnuninni lið. Meira »

Hundrað tonnum landað í brakandi blíðu

17:12 Ljósafellið hefur nú nýlokið við að landa um 100 tonnum af fiski á Fáskrúðsfirði. Uppistaðan í aflanum er þorskur sem fer til vinnslu í frystihús Loðnuvinnslunnar og ufsi sem fer á fiskmarkað. Meira »

Skólpmengun hefur ekki áhrif á Kópavog

16:55 Svo virðist sem skólpmengunin við Faxaskjól hafi ekki áhrif á svæði innan Kópavogs. Mælingar voru gerðar í síðustu viku og verða þær endurteknar á fyrrihluta ágústmánaðar. Meira »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar. Meira »

Sleit óvart ljósleiðarastrenginn

16:20 Ljósleiðari á Vestfjörðum fór í sundur klukkan hálftvö í dag með þeim afleiðingum að truflanir eru á útvarpssendingum, sjónvarpssendingum og netsambandi. Bilunin varð er veitufyrirtæki sleit óvart ljósleiðarastrenginn. Meira »

Starfsemin ekki komin í gang

15:20 Starfsemi kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík er ekki enn farin í gang. Endurhönnun á töppunarpalli og sumarleyfi hafa tafið framkvæmdir. Að sögn Kristleifs Andréssonar, yfirmanns öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, er vonast til að ofninn fari í gang á fimmtudag. Meira »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Jökulsárlón friðlýst á morgun

16:06 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

María Rut verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur

14:59 María Rut Reynisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur úr hópi 35 umsækjenda. Hlutverk Maríu Rutar verður meðal annars að móta og ýta úr vör aðgerðum og skapa hagstæð skilyrði fyrir tónlistarstarfsemi í borginni. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Hreinsa þakrennur/ ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....