1.522 fá prófskírteini í Laugardalshöll

Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands brautskrá í dag samtals 1.522 nemendur og fara útskriftarathafnir beggja skólanna fram í Laugardalshöllinni. Eftir hádegi í dag brautskráir Háskóli Íslands 957 kandídata, sem er met. Í fyrra útskrifaðist á sama tíma úr skólanum 801 nemandi, sem einnig var met. Að sögn Guðrúnar Bachmann, kynningarstjóra Háskólans, hefur útskrifuðum fjölgað jafnt og þétt síðustu árin. Fleiri útskrifast árlega þar sem Háskólinn brautskráir nemendur einnig í október og febrúar.

Félagsvísindadeild Háskólans útskrifar nú í fyrsta sinn nemendur úr meistaranámi í blaða- og fréttamennsku, einnig úr meistaranámi í kennslufræði. Frá hjúkrunarfræðideild lýkur fyrsti hópur hjúkrunarfræðinga meistaranámi í hjúkrun bráðveikra og frá viðskipta- og hagfræðideild ljúka fyrstu nemendur M.Acc-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun. Einnig útskrifast fyrsti nemandinn úr meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði, sem er þverfræðileg námsleið við Háskóla Íslands.

Frá Kennaraháskóla Íslands verða 565 kandídatar brautskráðir fyrir hádegi í dag. Úr grunndeild verður brautskráður 481 nemandi og úr framhaldsdeild 84 nemendur. Aldrei hafa fleiri kandídatar verið brautskráðir í einu frá skólanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert