VÍS hækkar iðgjöld 1. ágúst

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, hefur ákveðið að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga sem félagið veitir. Ábyrgðartrygging bifreiða, bifhjóla, fjórhjóla, vélsleða og dráttarvéla hækkar um 5%. Þá hækkar slysatrygging ökumanns og eiganda um 5% og kaskó- og brunatrygging um 6%. Iðgjöld vegna framrúðutryggingar hækka mest, um 15%, en þess ber þó að geta að tryggingin bætir nú tjón á öllum rúðum ökutækis. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að tjónakostnaður hafi aukist ár frá ári sem hlutfall af iðgjöldum og því hafi félagið þurft grípa til þess ráðs að hækka iðgjöld til þess að leiðrétta mismun á milli tjónakostnaðar og tekna af iðgjöldum.

Breytingarnar taka gildi frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert