Rætt um að hægja á framkvæmdum við tónlistarhús í Reykjavík

Teiknin af væntanlegu tónlistarhúsi Portus-hópsins.
Teiknin af væntanlegu tónlistarhúsi Portus-hópsins.

Rætt var um það á fundi ríkisstjórnarinnar í dag að hægja á framkvæmdum við væntanlegt tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík eða fresta þeim til til að slá á þenslu efnahagslífinu. Hafa farið fram óformlegar viðræður milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Portus, fyrirtækisins sem byggir húsið, um þetta og að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, starfandi forsætisráðherra, hefur Portus lýst vilja til þess að hægja á framkvæmdunum.

Skrifað var í mars í vetur undir formlegan samning milli Portus-hópsins og Austurhafnar-TR, framkvæmdafélags í eigu ríkis og borgar, um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar. Þar var gert ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu haustið 2009.

Þorgerður Katrín sagði, að fulltrúar Portus-hópsins hefðu nú í sumar lýst yfir vilja til að hægja á framkvæmdunum. Sagðist Þorgerður Katrín vera afar ánægð með að finna velvilja fyrirtækisins í þá átt en ekki væri hins vegar búið að ganga endanlega frá málinu, enda væri það bundið í samningnum. Vonir stæðu til niðurstaða fengist á næstu dögum en með þessu væru stjórnvöld að senda skýr skilaboð um vilja til að varðveita stöðugleikan og draga úr þenslu í efnahagslífinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert