Keppt í hrútaþukli á Ströndum

mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Árvisst meistaramót í hrútaþukli verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á sunnudag. Keppt verður í tveimur flokkum, flokki reyndra hrútaþuklara og þeirra sem óvanir eru að leggja mat á hrúta, að því er segir í frétt á vef Bæjarins besta.

Framkvæmdin verður með þeim hætti að sérvalin nefnd valinkunnra ráðunauta og hrútaþuklara mun taka nokkra hrúta til skoðunar og raða þeim í gæðaröð fyrirfram.

Yfir þessari röð mun hvíla leynd en takmark keppenda er að komast sem næst henni í mati sínu.

Þeir sem eru vanir hrútadómum þurfa að gefa fimm hrútum stig á hefðbundinn hátt og raða þeim í gæðaröð en hinir þurfa ekki að beita stigum í mati sínu á gæðum hrútanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert