VG vill að Alþingi verði kallað saman til að ræða um Kárahnjúka

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs krefst þess að Alþingi verði kallað saman og iðnaðarráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin eftir að í ljós sé komið, að greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings, um Kárahnjúkavirkjun, sem skrifuð í febrúar 2002, hafi verið haldið leyndri fyrir alþingismönnum á þeim tíma sem ákvörðun um framkvæmdina var til meðferðar á Alþingi.

„Orkumálastjóri og iðnaðarráðherra virðast hafa ákveðið að greinargerðin skyldi fara leynt. Ekki verður annað séð en stjórnvöld hafi þannig vísvitandi leynt Alþingi mikilvægum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúka. Greinargerðin varðaði þætti sem þingmenn ræddu ítarlega á þessum tíma, jafnt rekstrarhagkvæmni framkvæmdarinnar sem og grafalvarleg öryggisatriði virkjunarinnar. Það er afdráttarlaus krafa þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf," segir í ályktun VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert