Lögregla telur áróður gegn hraðakstri ekki skila sér til ökumanna

mbl.is/ÞÖK

Fimm ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Kringlumýrarbraut í Reykjavík í gærkvöldi frá klukkan 21 til miðnættis. Sá sem hraðast ók var á 130 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Hann er 18 ára. Á sama stað var 17 ára ökumaður tekinn á 115. Lögreglumönnum virðist sá mikli áróður sem staðið hefur undanfarið gegn hraðakstri ekki skila sér til ökumanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík nú síðdegis. Þar segir ennfremur að lögreglumönnum þyki nú meira um það en áður að foreldrar ungra ökumanna sem teknir séu fyrir ofsaakstur hringi í lögregluna og geri athugasemdir við vinnubrögð hennar, „í stað þess að vinna að því að bæta aksturslag [ökumannanna ungu] í umferðinni“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert