Sprenging í ferðamannaverslun

"SKATTFRJÁLS verslun erlendra ferðamanna í miðborginni hefur aukist gífurlega í sumar frá því sem var sumarið 2005," segir Einar Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. Hann segir jafnvel hafa verið talað um sprengingu í ferðamannaverslun.

Einar bendir á að hjá Global refund telji menn að aukning á ferðamannaverslun sé að minnsta kosti 20% að meðaltali frá því í fyrrasumar - og hafi jafnvel farið upp í 30-35% hjá sumum verslunum. Í skýrslu Iceland refund komi fram að aldrei hafi meira verið verslað "tax-free" en á þessu ári.

Sjá nánar á bl. 29 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert