Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna undirritað á morgun

Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir.
Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir. mbl.is/RAX

Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verður undirritað í Washington síðdegis á morgun að íslenskum tíma, en þá munu Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra eiga fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, klukkan 16 og undirrita samninginn, að sögn Ragnheiðar Árnadóttur, aðstoðarmanns forsætisráðherra.

Klukkan 16 í dag munu Geir og Valgerður hitta Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra, sem hefur haft varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna á sinni könnu. Á fundinum í dag verður gengið formlega frá málum, að sögn Ragnheiðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert