Götur verða úðaðar með bindiefni í vetur

Úða á bindiefni á götur borgarinnar í vetur til að …
Úða á bindiefni á götur borgarinnar í vetur til að minnka svifryk Bryngjar Gauti

Reykjavíkurborg hyggst ekki beita þvingunum eða skattlagningu til að takmarka nagladekkjanotkun í borginni, heldur beita jákvæðum áróðri í því skyni. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar, borgarfulltrúa og formanns umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, á að vekja bíleigendur til umhugsunar um áhrif nagladekkjanotkunar svo draga megi úr svifryksmengun í borginni.

Að sögn Gísla Marteins hefur borgin beitt mótvægisaðgerðum gegn svifryksmenguninni með götuhreinsun en auk þess verður gripið til þess í vetur að úða þar til gerðum bindiefnum á göturnar en það hefur gefist vel í Svíþjóð að sögn Gísla.

Sjá nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert