Forstjóri Bakkavarar segir hvalveiðar mistök

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, segir hvalveiðar í atvinnuskyni mikil mistök og að með þeim sé verið að fórna miklum hagsmunum fyrir litla. Þetta kom fram í máli Ágústs á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær.

Ágúst sagðist eiga mjög erfitt með að skilja þá ákvörðun stjórnvalda að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Sagðist hann ósáttur við þá málsmeðferð að Hvalur hf. hefði fengið góðan tíma til undirbúnings, en stór íslensk útrásarfyrirtæki hefðu fyrst fengið fréttirnar í erlendum fjölmiðlum.

Þeim hefði ekki verið gert kleift að búa sig undir þau harkalegu viðbrögð sem hefðu orðið við veiðunum. Íslendingar gætu ekki litið á það sem sitt einkamál að veiða hvali. Nánar er greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert