24 karlmenn og níu konur frömdu sjálfsvíg í fyrra

Sjálfsvígum hefur fækkað marktækt frá því í kringum 2000 en það ár voru sjálfsvígin 50. Í fyrra frömdu 33 sjálfsvíg, þar af voru 24 karlmenn og níu konur, samkvæmt skráningu Hagstofu Íslands.

Tveir einstaklingar voru yngri en 20 ára en sex voru á aldrinum 16-30 ára, allt karlmenn. Konurnar sem fyrirfóru sér voru flestar á aldrinum 41-60 ára og 18 karlmenn á aldrinum 31-60 ára frömdu sjálfsvíg.

Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Þjóðar gegn þunglyndi hjá Landlæknisembættinu, segir athyglisvert að aðeins einn þeirra sem frömdu sjálfsvíg var eldri en 60 ára en víða erlendis er verið að huga að fjölgun sjálfsvíga í þessum aldurshópi. Þar er mikið rætt um einangrun eldra fólks og stopul tengsl við nána ættingja. Salbjörg segir að enn séu fjölskyldutengslin sterkari hér og þessi tengsl þurfi að rækta, bæði við ungmenni og við gamla fólkið. Þá þurfi að gera ungu fólki kleift að vera meira með börnum sínum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert