Veðurstofan varar enn við óveðri

Búist er við suðvestan og vestan stormi á öllu landinu, allt að 50 m/s í hviðum, í dag. Suðvestan og vestan 18-28 m/s og skúrir eða haglél á vestanverðu landinu. Vestan 15-23 m/s um landið austanvert um hádegi og lægir mjög vestan til síðdegis og austan til í kvöld.

Slydduél um norðan og vestanvert landið síðdegis. Kólnar og allvíða við frostmark norðan til síðdegis. Suðvestan 5-8 vestan til á morgun og slydda með köflum en hægviðri og skýjað með köflum og vægt frost austan til.

Suðlæg átt og slydda á morgun en þurrt norðaustan- og austanlands. Snýst í norðlægar áttir með éljum á þriðjudag og miðvikudag. Suðvestanátt með vætu vestan til á fimmtudag. Rigning um mest allt lands á föstudag. Suðvestanátt með slydduéljum sunnan og vestan til á laugardag. Kólnar og hlýnar á víxl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert