Bryndís Hlöðversdóttir tekur við sem rektor tímabundið

Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir

Stjórn Háskólans á Bifröst hefur ráðið Bryndísi Hlöðversdóttur, aðstoðarrektor, tímabundið í starf rektors frá 1. desember og þar til nýr rektor hefur verið ráðinn en Runólfur Ágústsson, rektor hefur sagt upp störfum frá 1. desember næstkomandi.

Í tilkynningu frá stjórn Háskólans á Bifröst kemur fram að Runólfur hefur gegnt starfi rektors undanfarin 7 ár. Á þeim tíma hefur Bifröst tekið miklum og jákvæðum breytingum. Uppbygging á aðstöðu við skólann hefur verið mikil og hröð og skólinn undir forystu Runólfs hefur verið í fylkingarbrjósti nýrra hugsana í fræðslu- og menntamálum.

Á þessum tímamótum vill stjórn Háskólans á Bifröst þakka Runólfi fyrir óeigingjarnt starf í þágu Bifrastar. Stjórnin hefði kosið að njóta starfskrafta Runólfs út umsaminn ráðningartíma, en virðir þessa ákvörðun hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert