Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum landsins

Hálka eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru víðast hvar á Suðausturlandi. Hálka og snjókoma á Holtavörðuheiði.

Á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi er hálka og hálkublettir.

Framkvæmdir


Nú stendur yfir lokahnykkur á færslu Sæbrautar milli Laugarnesvegar og Langholtsvegar. Í þessum áfanga þarf að gera lagnaþveranir, tengja gatnamót Sundagarða - Dalbrautar, ljúka uppsetningu umferðarljósa og ljúka malbikun á eystri hluta vegarins. Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka aðgæslu. Samtímis er unnið við göngustíg og við lagnir meðfram Sæbraut milli Langholtsvegar og Sægarða
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert