Svifryk yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík

Svifryk í Reykjavík er nú yfir viðmiðunarmörkum.
Svifryk í Reykjavík er nú yfir viðmiðunarmörkum. mbl.is/RAX

Svifryk mælist nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði borgarinnar er búist við áframhaldandi stilltu veðri fram á kvöld og því útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir þessum mörkum.

Vekur umhverfissvið Reykjavíkurborgar athygli á, að hyggilegt er fyrir þá, sem eru með viðkvæm öndunarfæri, að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem á greiða leið í öndunarfærin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert