Skólaorðabók gefin út til að auðvelda Pólverjum íslenskunám

Íslensk-pólsk/pólsk-íslensk skólaorðabók er væntanleg í íslenskar bókabúðir en höfundur hennar, Stanislaw Bartoszek, segir að mikil þörf sé fyrir slíka bók. Pólverjar tali ekki allir ensku og þurfi því á kennsluefni að halda á pólsku, ekki síst eldri kynslóðir sem lærðu ekki ensku í grunnskóla. Stanislaw stendur sjálfur að útgáfunni en hann hefur áður gefið út íslensk-pólska/pólsk-íslenska vasaorðabók.

Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda hér á landi, 3.629 skráðir í árslok í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Stanislaw ætlar að ráðast í gerð kennsluefnis í íslensku fyrir Pólverja og segir vænlegt að vinna það út frá evrópskum stöðlum, þá sé hægt að sjá glögglega á hvaða stigi fólk er í náminu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert