Telur ekki rétt að banna símhleranir

Mbl.is/Arnaldur

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur ekki að banna eigi símhleranir þar sem upp geti komið tilvik þar sem þurfi að beita þeim. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins hafi verið hávær umræða um að svar við hryðjuverkaógn væri að auka innra öryggi ríkisins. Rökstuðningur fyrir hlerunum verði að koma fram í hverju tilfelli fyrir sig.

Einar segist ekki vita hvernig Bandaríkjamenn hafi fengið upplýsingar um stjórnmálatengsl Íslendinga en hann þekki sjálfur mýmörg dæmi þess að fólki hafi verið neitað um vegabréfsáritun. Ósennilegt sé að menn hafi mokað upplýsingum í bandaríska sendiráðið eins og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, haldi fram. Þetta kom fram á opnum umræðufundi um símhleranir hér á landi í Háskóla Íslands í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert