Ökumenn áttu við vettvang tvisvar á þremur dögum

Óþolinmóðir ökumenn færðu tvisvar bíla sem lent höfðu í óhöppum á Kotárbrú í Norðurárdal í Skagafirði á föstudag og í gær. Í báðum tilvikum rákust saman bílar á brúnni, sem er einbreið, og urðu talsverðar skemmdir á bílum, þótt ekki yrðu slys á mönnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru bifreiðarnar færðar áður en lögregla kom að, svo aðrir kæmust leiðar sinnar, og þar með vettvangur óhappanna eyðilagður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var í báðum tilvikum búið að færa bifreiðarnar svo aðrir kæmust leiðar sinnar, og þar með eyðileggja vettvang óhappanna.

Segir lögregla það óþolandi að ökumenn skipti sér af vettvangi slysa með þessum hætti, og komi þannig í veg fyrir að lögregla geti unnið störf sín. Mikilvægt sé fyrir lögreglu að taka út vettvang vegar óhöpp og slys verði, en það sé einfaldlega ekki hægt þegar átt hafi verið við vettvang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert