Dorrit Moussaieff valin kona ársins 2006

Dorrit Mousaieff eftir að hún var valin kona ársins af …
Dorrit Mousaieff eftir að hún var valin kona ársins af Nýju lífi. mbl.is/Sverrir

Nýtt Líf hefur útnefnt Dorrit Moussaieff forsetafrú konu ársins 2006. Að þessu sinni er það forsetafrúin, frú Dorrit, sem hlýtur þennan sæmdartitil. Í rökstuðningi fyrir vali hennar segir m.a. að Dorrit sé glæsilegur fulltrúi lands og þjóðar hvar sem hún komi. Þá hafi hún verið ötul við að leggja velferðarmálum lið, þá sérstaklega málefnum barna og unglinga sem eiga við fötlun og geðræn vandamál að stríða. Einnig hafi hún lagt sig fram um að efla og styðja við íslenska menningu og koma íslensku listafólki á framfæri. Þá sé hún sjálf kraftmikil athafnakona og góð fyrirmynd fyrir íslenskar konur sem dreymir um að láta til sín taka og sjá drauma sína rætast.

Forsetafrúin hlaut íslenskan ríkisborgararétt í júlí á þessu ári og samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Nýju Lífi þótti ritstjórn blaðsins við hæfi að nota það tækifæri til að sýna henni virðingu og þakklæti í verki.

Dorrit sagði í viðtali við Sjónvarpið strax eftir að greint var frá því nú í kvöld að hún hefði hlotið titilinn að hún væri mjög stolt af honum. Hann skipti hana miklu máli en að hún væri þó bara rétta að byrja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert