Engin „óeðlileg" starfsemi

Jón Ólafsson heimspekingur upplýsir í ritdómi um nýja bók Guðna Th. Jóhannessonar, Óvinir ríkisins, í Lesbók í dag að fulltrúar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, og GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafi veitt honum þær upplýsingar á fyrri hluta 10. áratugarins að engin „óeðlileg" starfsemi hefði verið stunduð á Íslandi á vegum þessara stofnana, „og þá var átt við að ekki hefði verið um innlent njósnanet að ræða".

Jón segir að það hafi hins vegar oft komið upp í samtölum sínum við þessa menn að þeir virtust gefa sér að á Íslandi væri starfandi leyniþjónusta. „Þegar ég sagði einum þeirra að opinberlega væri ekki viðurkennt að nein slík starfsemi væri stunduð í landinu af hálfu íslenskra yfirvalda fylltist hann aðdáun yfir því að íslenskir starfsbræður hans gætu haldið slíkri leynd yfir starfsemi sinni. Annar sagði mér að almennt væri litið svo á að íslenska leyniþjónustan væri aðeins starfsstöð hinnar bandarísku."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert