Íhugun og ró á aðfangadag

Aðfangadagur er í dag og gengur jólahátiðin í garð klukkan 18 í kvöld. Allt að 700 messur verða um jólin á vegum Þjóðkirkjunnar, en messur hefjast víðast hvar klukkan 18. Messað verður í fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 23:30 þar sem Hjörtur Magni Jóhannsson prestur mun m.a. velta fyrir sér átökum ljóss og myrkurs.

Veltir Hjörtur því fyrir sér hvernig mannfólkið tæki Kristi ef hann kæmi til jarðar á nýju ári sem felur í sér hina helgu tölu sjö og minnir börnin á hvers vegna við gefum og þiggjum gjafir á jólunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert