Grímuball í Eyjum á þrettándanum

Búningarnir voru af ýmsum toga en þessi ungi piltur kom …
Búningarnir voru af ýmsum toga en þessi ungi piltur kom á sínum eigin bát á ballið. mbl.is/Sigurgeir Jónasson

Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, héldu sitt árlega grímuball í dag, en það hefur verið órjúfanlegur hluti af Þrettándahátíðinni í Vestmannaeyjum. Krakkar á öllum aldri gerðu sér glaðan dag og voru margir í afar litríkum og skrautlegum búningum í tilefni dagsins.

Hefð er fyrir þrettándagöngu um bæinn í fylgd Grýlu, Leppalúða og jólasveinanna. Gengið er á stóra malarvöllinn í Löngulág. Þar er jafnað dansað í kringum brennu með álfum, púkum og alls kyns kynjaverum. Að lokum eru jólin kvödd um miðnætti með flugeldasýningu.

mbl.is/Sigurgeir
Á grímuballinu mátti m.a. sjá Sollu stirðu og hafmeyjur.
Á grímuballinu mátti m.a. sjá Sollu stirðu og hafmeyjur. mbl.is/Sigurgeir Jónasson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert