Bílstjórar með börn á sleðum í eftirdragi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur fengið nokkrar tilkynningar um ökumenn sem aka um í þéttbýli með fólk á sleðum eða uppblásnum slöngum í bandi á eftir sér. Lögreglan vill beina því til fólks að slíkt er bæði langt frá því að vera skynsamlegt og að sjálfsögðu ólöglegt. „Ég sá sjálfur hvernig bíll með lítinn barnasleða í eftirdragi ók á 50 til 60 km hraða innanbæjar," sagði varðstjóri á vakt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert