Íslensku vefverðlaunin afhent

Vefur Icelandair, www.icelandair.is, var valinn besti íslenski vefurinn þegar íslensku vefverðlaunin voru veitt í dag. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum auk verðlauna fyrir besta íslenska vefinn en hann er valinn öllum innsendum tilnefningum í öllum flokkum.

Í flokknum Besta útlits- og viðmótshönnunin varð vefurinn www.midi.is hlutskarpastur. Besti afþreyingarvefurinn var vefur Baggalúts, www.baggalutur.is. Besti einstaklingsvefurinn var valinn www.icomefromreykjavik.com. Besti stofnunar- eða fyrirtækisvefurinn var vefur Icelandair, www.icelandair.is og besti þjónustuvefurinn www.midi.is.

Íslensku vefverðlaununum er ætlað að hvetja til fagmennsku í vefsmíði og -rekstri á Íslandi. Þau voru fyrst afhent árið 2000. Aðstandendur verðlaunanna eru Samtök Vefiðnaðarins og ÍMARK.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert