Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar

Kosið verður til Alþingis í vor.
Kosið verður til Alþingis í vor. mbl.is/ Sverrir

Fólk úr hópi aldraðra og öryrkja hafa sammælst um að stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar, en aðalmarkmið framboðsins er að bæta kjör og aðbúnað eldra fólks og öryrkja auk þess að vinna að öðrum framfaramálum í íslensku þjóðfélagi.

Fram kemur í tilkynningu að lögð hafi verið fram drög að helstu áhersluatriðum framboðsins og að þau verði fullmótuð á næstu dögum.

„Þegar því verki er lokið verður leitað samstarfs við konur og karla úr öllum kjördæmum og auglýstur opinn kynningar- og stofnfundur stjórnmálahreyfingar áhugafólks um málefni aldraðra og öryrkja,“ segir í tilkynningu.

Heimasíða framboðsins www.frambod.is verður opnuð fimmtudaginn 25. þessa mánaðar.

Í undirbúningsnefnd eru:

Arnþór Helgason fv. frkvstj og form Öryrkjabandalags Íslands.

Arnór Pétursson, fv. formaður Sjálfsbjargar – landsambands fatlaðra.

Baldur Ágústsson fv. flugumferðarstjóri og forstj. Vara

Baldur Ágústsson fv. frkvstj. Bílaleigu Akureyrar

Guðbjörn Jónsson sjómaður og fv. ráðgjafi

Hannes Sigurðsson fv. frkvstj Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert