90% Hafnfirðinga telja líklegt að þeir taki þátt í kosningu um álver

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík mbl.is/Árni Sæberg

Þrír af hverjum fjórum Hafnfirðingum töldu að starfsemi álversins hefði mikla þýðingu fyrir Hafnarfjarðarbæ og mikill meirihluti svarenda (68,1%) taldi álverið vera góðan vinnustað. Níu af hverjum tíu Hafnfirðingum töldu líklegt að þeir tækju þátt í íbúakosningum um stækkun álvers Alcan í Straumsvík og rúmlega 71% mikinn áhuga á að vera upplýst um röksemdir fyrir stækkun.

Eins og Fréttavefur Morgunblaðsins greindi frá í gær eru 51,5% Hafnfirðinga andvíg stækkun álversins í Straumsvík en rúm 39% hlynnt samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði í desmber fyrir Alcan.Yfir helmingur Hafnfirðinga, eða um 58%, er ánægður með störf Alcan á Íslandi en 16% eru óánægð.

„Spurt var um frammistöðu Alcan í umhverfismálum og mengunarvörnum og telja sex af hverjum tíu Alcan standa sig vel í umhverfismálum og rúm 61% töldu fyrirtækið standa sig vel í mengunarvörnum. Tæpur fjórðungur bæjarbúa taldi Alcan hins vegar standa sig illa á þessum sviðum og ljóst er að fyrirtækisins býður það verkefni að greina með skýrari hætti frá þeim frábæra árangri sem náðst hefur í umhverfismálum. Einnig var spurt um frammistöðu Alcan í öryggismálum og taldi yfirgnæfandi meirihluti bæjarbúa, eða rösklega 85%, að fyrirtækið stæði sig vel í öryggismálum.

Þegar svarendur voru beðnir að meta hversu mikil eða lítil áhrif ákveðnir þættir hefðu á afstöðu þess til stækkunar álversins kom í ljós, að bæjarbúar töldu mögulega loftmengun hafa mest áhrif. Næst mest vægi hafði möguleg sjónmengun og þar á eftir komu beinar tekjur Hafnarfjarðar af álverinu," að því er segir á vef Alcan á Íslandi.

Úrtakið var 1500 manns búsettir í Hafnarfirði á aldrinum 18-70 ára. Svarhlutfallið í könnuninni var 56,4%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert