Ætlar að bjóða 10–20% lægra verð á kjarnfóðri

Sláturfélag Suðurlands hefur hafið innflutning á fóðurblöndum í samvinnu við DLG, stærsta fyrirtæki á þessu sviði á Norðurlöndum. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélagsins, segir markmiðið að bjóða bændum 10–20% lægra verð á kjarnfóðri en þeir eiga kost á nú.

Kannanir sem gerðar hafa verið á fóðurverði milli Íslands og Danmerkur benda til þess að verðið sé um tvöfalt dýrara á Íslandi. Talsmenn bænda segja að þetta ráði mjög miklu um að þeir hafi getað boðið kjöt á sama verði og í Danmörku. Fóðurkostnaður er t.d. um helmingur af öllum kostnaði við framleiðslu á svínakjöti.

Steinþór segir að með innflutningi á fóðri vilji SS stuðla að lægri framleiðslukostnaði hjá bændum. Hann telur að skort hafi á samkeppni á þessu sviði.

Verð á fóðri hefur hækkað að undanförnu. Fóðurblandan hækkaði verð um áramót og Lífland hefur tilkynnt að fyrirtækið muni hækka verð um 4% 1. febrúar.

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert