Hefur kært myndbirtingar á netinu til lögreglu

Arnmundur Kr. Jónasson, „dáður leiðtogi í KFUM og KFUK til margra ára“, hefur kært til lögreglu myndir sem birtar hafa verið af honum á netinu ásamt myndum af fleiri mönnum sem sagðir eru hafa reynt að eiga kynferðisleg samskipti við 14 ára stúlku. Fullyrðir Arnmundur að þarna sé um fölsun að ræða, að því er segir í frétt á vef KFUM & KFUK.

„Myndirnar eru annars vegar sjálfstæðar andlitsmyndir af Arnmundi og hins vegar sjálfstæðar myndir af kynfærum karlmanns. Hafa þessar myndir verið settar saman svo lesa megi að þær tilheyri sama manninum,“ segir ennfremur í á vef KFUM & KFUK.

„Arnmundur hefur kært málið til lögreglu. Hann fullyrðir að þarna sé um fölsun að ræða. Andlitsmyndirnar séu af honum, en myndir af neðri hluta líkamans séu ekki hans. Hann hefur ekki vitneskju um hver hefur komið þessum myndum fyrir eða hvað vakir fyrir þeim sem það gerðu.

Arnmundur hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum innan KFUM og KFUK. Aldrei hefur borið skugga á störf hans eða minnsti grunur leikið á um eitthvað óheiðarlegt eða ósæmilegt í hans fari á þeim vettvangi.

Ef menn eru bornir ásökunum sem þessum, er það vinnuregla innan KFUM og KFUK að þeir taka sér frí frá störfum fyrir félagið þangað til niðurstaða fæst í málinu. Það á við í þessu tilfelli.

F.h. KFUM og KFUK á Íslandi

Tómas Torfason, formaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert