Greiðsluseðlar sendir í heimabankann án þess að vara sé pöntuð

Undanfarna mánuði hafa margar ábendingar borist til talsmanns neytenda, Gísla Tryggvasonar, frá fólki sem fær greiðsluseðla í heimabanka án þess að hafa pantað vöru eða þjónustu frá viðkomandi fyrirtækjum.

Gísli segir kröfurnar vera af ýmsum toga og nefnir m.a. tilefnislausar kröfur, ýmist frá markaðsfyrirtækjum eða hugsjónafélögum. Einnig séu dæmi um fyrirtæki sem sendi rafrænar kröfur á fólk eftir að það hafi hætt viðskiptum við félögin.

„Ég hef fengið ábendingar, ekki síst frá eldra fólki sem finnst óþægilegt að hafa kröfu á sig opna í heimabanka,“ segir Gísli og bætir við að reikningar sem berist í heimabanka geti verið villandi fyrir neytendur og hætta á að fólk greiði þær óvart.

Sjá nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert