Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum

Samfylkingin vill m.a. fresta stóriðjuframkvæmdum í Straumsvík
Samfylkingin vill m.a. fresta stóriðjuframkvæmdum í Straumsvík mbl.is/Sverrir

Samfylkingin vill fresta stóriðjufamkvæmdum í Straumsvík og Helguvík. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í umræðu sem fram fór á Alþingi í dag vegna frumvarps um rammaáætlun um náttúruvernd.

Samfylkingin vill að umhverfisráðherra setji upp rammaáætlun um náttúruvernd sem nái til landsins alls. Á meðan gerð hennar stendur vill Samfylkingin að öllum rannsóknum og áætlunum varðandi stóriðju hér á landi verði frestað.

Í áætluninni eiga að koma fram tillögur um skipulag verndarsvæða og áætlun um virka verndun þeirra, með lögum þar sem það á við, og nýtingu sem samrýmist náttúruvernd. Hana á síðan að leggja til grundvallar við aðalskipulög sveitarfélaga og hugsanlegt landsskipulag.

Samfylkingin vill enn frekar að umhverfisráðherra leggi tillögu til þingsályktunar um rammaáætlun um náttúruvernd fyrir Alþingi eigi síðar en veturinn 2009-2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert