Skrifborðsæfing í viðbrögðum við snjóflóði gekk vel

Í gær var haldin sameiginleg skrifborðsæfing Snjóflóðadeildar Veðurstofunnar, Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á Vestfjörðum. Líkt var eftir snjóflóðahættu á Vestfjörðum í kjölfar mikillar snjósöfnunar þar sem grípa þurfti til rýminga á Patreksfirði og í Bolungarvík. Æfingin gekk vel.

Í tilkynningu segir að æfingar sem þessar séu nauðsynlegar til að viðhalda þekkingu þeirra sem koma að þessum málaflokki. Æfingin var líka notuð til að láta reyna á nýjar boðleiðir í kjölfar sameiningar lögregluembættanna á Vestfjörðum. Markmið æfingarinnar náðust og virkuðu allar þeir þættir sem látið var reyna á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert