Börnin ekki út suma daga vegna svifryks

Svifryksmengun í Reykjavík
Svifryksmengun í Reykjavík mbl.is/Júlíus

eftir Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

ÞORBJÖRG Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs Reykjavíkurborgar, segir að umhverfissvið hafi markvisst unnið „öflugt starf" til að draga úr svifryki. Rætt hafi verið um að e.t.v. þyrfti sérstakt átak í febrúar og mars þegar svifryksmengunin væri mest. Í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá niðurstöðum Jóns Benjamínssonar umhverfisfræðings um niturdíoxíðsmengun, NO2, við á fimmta tug leikskóla Reykjavíkur sem kynntar voru undir lok síðasta áratugar. Þar kom fram að NO2-mengunin var yfir heilsuverndarmörkum við 20 leikskóla í borginni, ef miðað er við núverandi mörk.

Þorbjörg segist aðspurð aldrei hafa séð þrjár skýrslur um niðurstöður mælinga Jóns en þær voru gerðar á árunum 1997–1999.

Hún hefði spurst fyrir um loftmengunarmælingar en aldrei fengið upplýsingar um þessar skýrslur.

Jónína Lárusdóttir, leikskólastjóri Fálkaborgar í Breiðholti, sagði starfsfólk leikskóla lengi hafa beðið eftir aðgerðum til að minnka mengun. Hún segir mengunina við skólann, sem er í Elliðaárdal, stundum svo mikla að starfsmenn "fari helst ekki út".

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert