73% aka einir í bíl til vinnu eða skóla í Reykjavík

Bílaeign borgarbúa er gríðarmikil.
Bílaeign borgarbúa er gríðarmikil. mbl.is/Golli

73% svarenda í símakönnun um ferðavenjur Reykvíkinga óku sjálfir til vinnu eða skóla á tímabilinu 17. nóvember til 9. desember 2006. Aðeins 4% aðspurðra fara til vinnu eða skóla sem farþegar í bíl. Af sjö stórum borgum á Norðurlöndum er langmest bílaeign íbúa í Reykjavík og langhæsta hlutfall ferða í einkabíl. 80% fólks fólk á aldrinum 35-54 keyrir sjálft.

Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Umhverfissvið. 2% svarenda fóru í vinnu eða skóla á reiðhjóli, 7% með strætó, 12% gangandi og 3% á með öðrum hætti. 4% fóru sem farþegar í bíl annarra. Í ljós kom m.a. að 79% karla keyra sjálfir en 67% kvenna. Augljóst er af þessari könnun að hjón nota ekki einn bíl til að fara til og frá vinnu heldur fara þau hvort í sínum bílnum. Frá þessu segir á vefsíðu Umhverfissviðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert