Tvær konur teknar með 680 grömm af kókaíni í Leifsstöð

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu um 680 grömm af kókaíni á tveimur íslenskum konum um miðja seinustu viku.

Konurnar sem voru að koma til landsins frá Amsterdam höfðu falið efnið bæði innvortis og innan klæða. Þær eru báðar á fimmtugsaldri og eru þær ekki góðkunningjar lögreglunnar, að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Mesta kókaínmagn sem fundist hefur í Leifsstöð frá áramótum

Konurnar voru báðar úrskurðaðar í vikulangt gæsluvarðhald síðastliðinn miðvikudag.

Í kjölfar handtökunnar var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn og var hann einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem rennur út næstkomandi miðvikudag. Eyjólfur segir að þetta sé mesta magn af kókaíni sem fundist hefur á farþegum í Leifsstöð það sem af er þessu ári. "Rannsóknin er í fullum gangi og gengur vel," segir Eyjólfur Kristjánsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert