Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga

Borgarmálaráð Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp sé komin í viðræðum kennara og launanefndar sveitarfélaganna. 


Í ályktuninni segir, að stutt sé síðan grunnskólabörn í Reykjavík urðu af kennslu í margar vikur vegna kjaradeilu kennara og það sé afar brýnt að málsaðilar setji samskipti sín i aðdraganda næstu samninga í uppbyggilegan farveg sem líkegur er til árangurs.  

„Skólahald í Reykjavík á mikið undir því komið að foreldrar, kennarar, launanefnd sveitarfélaga og sveitarstjórnarfólk um land allt skoði hug sinn til kennarastarfsins og framtíðarsýnar grunnskóla í Reykjavík. 

Þannig megi ná sátt um viðunandi laun kennara og vinnutímafyrirkomulag, og ekki síður inntak og gæði náms," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert