Öskudegi fagnað með fjölþjóðlegri kjötkveðjuhátíð

Nemendur í Álftanesskóla héldu í dag mikla og fjölþjóðlega kjötkveðjuhátíð, Karneval þjóðanna, og voru þar meðal annars indíánar, Samar og Brasilíumenn. Hver árgangur 6-16 ára barna í skólanum dró út nafn þjóðar og undirbjó svo atriði kjötkveðjuhátíðarinnar með því að skoða menningu þjóðarinnar og túlka hana með sínum hætti.

Skemmtiatriðin voru bæði litrík, skrautleg og fjölbreytileg. Karneval þjóðanna er hluti af stærra verkefni sem hófst í haust í skólanum og nefnist Stefnumót við listina. Listamenn af Álftanesi hafa heimsótt leik- og grunnskólanema og rætt um list sína og hafa nemendur heimsótt listasöfn og stendur til að heimsækja nemendur í hönnunardeild Listaháskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert