Segjast hafa skemmt vinnuvélar

Náttúrverndarsamtök, sem kalla sig Frelsissamtök jarðar, segjast í yfirlýsingu á vefsíðu hafa í byrjun ársins framið skemmdarverk á vinnuvélum, sem tengdust Alcan og álverinu í Straumsvík. Segja samtökin að tvær gröfur og krani hafi verið skemmd og slagorð máluð á veggi vinnuskúra.

Í yfirlýsingunni segir að álverið tengist þeirri iðnvæðingu, sem sé að breyta óbyggðum Íslands í stíflur og raforkuver.

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að umræddar vinnuvélar hafi verið í eigu Ístaks. Haft var eftir talsmanni fyrirtækisins, að vélarnar hefðu ekki tengst starfsemi álversins í Straumsvík á neinn hátt.

Vefsíða Frelsisamtaka jarðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert