Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkir að fresta að leggja fram kæru

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur samþykkt að fresta að leggja fram kæru á hendur Kópavogsbæ, vegna þeirra eignaspjalla og rasks sem orðið hefur í Heiðmörk, til miðvikudagsins 28. febrúar nk.

Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að borgarstjóri Reykjavíkur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hafi lýst yfir vilja sínum til þess að beita sér fyrir lausn ágreinings á milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Þá hafi hann óskað eftir því að félagið leggi ekki fram kæru vegna málsins. Félagið hefur því ákveðið að fresta að leggja fram kæruna sem fyrr segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert