Framleiðendum klámefnis vísað frá Hótel Sögu

Auglýsingaspjald fyrir SnowGathering klámþingið.
Auglýsingaspjald fyrir SnowGathering klámþingið.

Stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eiga Hótel Sögu, hefur ákveðið að vísa frá hópi fólks sem bókað hafði gistingu á Radisson SAS Hótel Sögu dagana 7.-11. mars og komið hefur síðar í ljós að tengist framleiðslu klámefnis. Ákvörðun þessi er studd af Rezidor Hotel Group sem er rekstraraðili Radisson SAS hótelkeðjunnar.

Með þessu vilja Bændasamtökin lýsa vanþóknun sinni á starfsemi þeirri sem ofangreindur hópur tengist. Hótelið hefur ekki farið varhluta af sterkum viðbrögðum almennings undanfarna daga og í fyrradag lýstu borgaryfirvöld þennan hóp óvelkominn í Reykjavík, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert