Davíð Oddsson kann að verða kallaður til vitnis í Baugsmálinu

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kann að verða kallaður til vitnisburðar í Baugsmálinu, að því er greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Hefur Sigurður Tómas Magnússon saksóknari íhugað að kalla Davíð fyrir til að spyrja hann um fund hans og Hreins Loftssonar í London 2002.

Haft var eftir Sigurði í fréttum RÚV að ef til vill muni frásögn Hreins af fundinum fyrir dómi ekki verða talin duga. Ekkert hafi þó enn verið ákveðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert