Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs hækkar úr 80% í 90%

mbl.is

Lánshlutfall almennra lána Íbúðalánasjóðs verður hækkað í 90% úr 80%, samkvæmt reglugerð sem Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út, og hámarksfjárhæð lánanna hækkar í 18 milljónir úr sautján, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Þar segir að lánshlutfallið og hámarksfjárhæðin verð með þessu færð í sama horf og þau voru áður en ríkisstjórnin greip til aðgerða í efnahagsmálum í lok júnímánaðar 2006. Reglugerðin tekur gildi á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert