35 komið til fjárnáms

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sýslumannsembættið
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sýslumannsembættið mbl.is/Júlíus

Embætti sýslumannsins í Reykjavík hefur gengið ágætlega að ná í fólk, sem hunsað hefur boðanir þess í gegnum tíðina, til að hægt sé að gera hjá því fjárnám, en sérstakt átak í þeim efnum hefur staðið yfir í þessari viku og embættið notið aðstoðar lögreglu við að ná í fólk.

Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri fullnustudeildar sýslumannsins í Reykjavík, segir að um 35 manns hafi komið af þessum sökum til fjárnáms, í fylgd lögreglu eða sjálfir fyrir tilstuðlan lögreglunnar. Átakið muni halda áfram en á upphaflega listanum sem farið var af stað með voru um 120 nöfn og elsta málið frá árinu 2003. "Svona á að framkvæma hlutina. Lögreglan á að aðstoða sýslumann við að færa menn til fjárnáms ef þeir mæta ekki sjálfir. Þannig gera lögin ráð fyrir að þetta sé gert og það hefur alltaf verið þannig í einhverjum mæli en kannski aðeins meira lagt í það núna," sagði Þuríður.

Hún sagðist vonast til að kerfið yrði að þessu leyti virkara framvegis en það hefði verið hingað til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert