Ása Hjálmarsdóttir segist aldrei munu fyrirgefa, ekki heldur „hinum megin“

Ásta Hjálmarsdóttir og Konráð sonur hennar
Ásta Hjálmarsdóttir og Konráð sonur hennar mbl.is/ÞÖK

Grein Ásu Hjálmarsdóttur; Aftaka fjölskyldu, vakti mikla athygli þegar hún birtist í Morgunblaðinu í sl. viku. Ása segir í viðtali í Morgunblaðinu á sunnudag frá aðdraganda þeirra atburða þegar 10 ára sonur hennar var tekinn af henni og afskiptum barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar af heimili hennar fyrr og síðar.

Hún segir frá húsleit sem nefndin gerði án heimildar að henni fjarstaddri á heimili hennar. Einnig frá því hvernig sonur hennar var tekinn og fluttur í Breiðavík, þar sem hann gat ekki fengið að tala við hana né skrifa án eftirlits.

„Heimili okkar varð aldrei samt eftir þetta,“ segir Ása, sem alla tíð hefur verið stök reglumanneskja og starfaði sem sjúkraliði áratugum saman. Hún er ómyrk í máli og hefur ekkert fyrirgefið.

Konráð Ragnarsson rekur sárar minningar sínar úr Breiðavík og af því ofbeldi sem þar var beitt þegar hann var þar. Hann lýsir og hvernig óréttlát stéttaskipting í Hafnarfirði eyðilagði sjálfsmynd hans og bræðra hans, hvernig skólanám þeirra komst í uppnám vegna aðgerða barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar og hvernig honum sjálfum tókst að varpa af sér fjötrum, ljúka námi og verða rafvirkjameistari. Allt hefur þetta mál varpað löngum skugga á lífsleið Konráðs, Ásu og annarra í fjölskyldunni.

Konráð nýtir sér nú sálfræðiaðstoð sem stjórnvöld bjóða þeim, sem urðu fyrir ofbeldismeðferð í Breiðavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert