Nokkuð mikið snjóflóð féll í Breiðadal og rafmagn fór af Ísafjarðarbæ

Frá Breiðadal.
Frá Breiðadal. mbl.is

Nokkuð mikið snjóflóð féll í Breiðadal á veg sem liggur að Flateyri við Önundarfjörð. Vegagerðin ætlar að moka veginn en ef annað flóð fellur verður veginum lokað í nótt og ástandið metið á ný í fyrramálið. Rafmagnið fór af Ísafjarðarbæ um kl. 20.40 í kvöld og ekki vitað hvað veldur því að sögn lögreglu. Leiðindaveður er í Ísafirði núna og stórhríð og er jafnvel talið að snjóflóð í Hnífsdal hafi valdið því að rafmagn fór af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert