Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is

Komist hefur verið að samkomulagi um að Alþingi ljúki störfum um kvöldmatarleytið. Samið var um það í allsherjarnefnd þingsins í dag að fyrningarfrestur á alvarlegum kynferðisbrotum gegn börnum verði afnuminn, en 2. umræða um kynferðisafbrotafrumvarpið fer fram síðar í dag, þá verður samræðisaldur færður úr fjórtán í fimmtán ár.

Upphaflega gerði frumvarpið ekki ráð fyrir afnámi fyrningarfrests en allsherjarnefnd náði samkomulagi um að leggja það til rétt við þinglok.

Samkomulag hefur náðst um vegalögin, en fallið hefur verið frá ákvæðum í lögunum sem VG hafa lýst sig andvíg, m.a. um að Vegagerðin skuli leitast við að bjóða út sem flestar framkvæmdir og þjónustuverkefni. Vinstri – grænir höfðu gefið til kynna að þeir myndu ræða málið mjög ítarlega ef ekki yrði fallið frá þessum ákvæðum.

Tæplega tuttugu mál eru enn á dagskrá þingsins en má búst við að afgreiðsla þeirra muni ganga hratt fyrir sig á næstu klukkustundum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert