Grænfriðungar krefjast þess að Gard A/S greiði fyrir að fjarlægja Wilson Muuga

Wilson Muuga situr enn á sama stað þar sem það …
Wilson Muuga situr enn á sama stað þar sem það strandaði 19. desember sl. mbl.is/ÞÖK

Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga á Norðurlöndum, hefur sent norska tryggingafélaginu Gard A/S bréf þar sem þess er krafist að félagið greiði að fullu fyrir að að flutningaskipið Wilson Muuga verði fjarlægt af strandstað.

Í bréfi sem stílað er á Einar Christensen, yfirmann hjá Gard, segir að Grænfriðungar skilji sem svo að félagið hafi neitað að greiða að fullu fyrir nauðsynlegar aðgerðir á strandstað, en svæðið sé skráð verndað og sé mikilvægt fyrir bæði farfugla og íslenska fugla.

Er í bréfinu bent á að um 10 tonn af olíu hafi lekið í hafið eftir strandið, en að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem skipið lenti í atviki sem þessu. Segir í bréfinu að í janúar á síðasta ári hafi Wilson Muuga rekist á fiskiskipið Gåsøy í Nyksund við strendur Noregs, og að skipverjar skipsins hafi hvorki stöðvað né haft talstöðvarsambandi við Gåsøy eftir óhappið.

Er í bréfinu þess krafist að Gard taki á sig ábyrgð á björgunaaðgerðum á strandstað, Grænfriðungar mæli með því við vissar aðstæður til þess að skipum sé ekki bjargað, en svo sé alls ekki í þessu tilviki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert